Video Girl Ai Um daginn skrapp ég í Nexus og keypti mér, samkvæmt bendingu vinar míns, manga eftir hinn snjalla höfund Masakazu Katsura, sem hefur gert manga á borð við Shadow Lady og fleira. En Já, ég ætlaði semsagt að festa kaup á manga eftir hann sem kallast VIDEO GIRL AI!!!! Og ég ætla að fjalla um það hér:

Video Girl Ai fjallar um strák sem heitir Yota Moteuchi, kallaður “dateless” af krökkunum í skólanum vegna óheppni hans í ástarmálum. Hann er yfir sig ástfanginn af bráðfallegu bekkjarsystur sinni Moemo Hayakawa, en það sem verra er,
hún er skotin í besta vin Yota, honum Takashi Niimai,
sem er vinsælasti strákurinn í skólanum.
Og það versta er að Moemi tjáði ást sína til Takashi beint fyrir framan nefið á Yota! Æææ.. Með kramið hjarta og áhyggjur að Takashi muni brjóta hjarta Meomi (vegna þess að hann hefur engar áhuga á stelpum, þ.e.a.s. Takashi) þá röltir Yota heim á leið en rekst á Videoleigu, sem aðeins þeir sem eru hjartahreinir geta séð (en Yota veit það ekkert). Í áhyggjum sínum ákveður Yota að leigja sér spólu sem heitir “I’ll Cheer you up” eða “Ég skal kæta þig.. upp” eehhmm.. já.. en semsagt já hann fer heim og treður spólunni í tækið sitt sem hann var búinn að vinna hörðum höndum til að kaupa. Á skjáinn birtist ung og falleg stelpa að nafni Ai og byrjar að tala við Yota honum til undrunar, og þegar hún heyrir vandamál hans ákveður hún að vippa sér út úr sjónvarpinu til Yota! WHAAA?!!?!?! Og hjálpa honum í ástarmálunum!!!!

Þetta er mjög skemmtilegt manga, eitt það skemmtilegasta sem ég hef lesið, mæli eindregið með því. Svo er líka til Anime eftir þessu, hef reyndar ekki séð það, en já! Ég ætlaði bara semsagt að segja ykkur frá þessu! :D

Paac the man with the thing and the thing with the thing..