Berserk, sagan um einfarann Gattz, mann sem er í leit að hefndum í landi fylltu illum öflum. Hann er kallaður “The Black Swordsman”, sennilega útaf dökku hörundi og dökku fötunum sem að hann gengur í. Hann á sér sverðið “Dragonslayer”, sverð sem er stærra en nokkur lifandi maður sem tryggir fljótann og kvalarfullan dauðdaga til þeirra sem það er notað á. Fyrsti þátturinn sýnir frá kynnum hans við ómennskan landstjóra, einskonar “snáka-djöful” sem skemtir sér við það að drepa og hvelja fólkið í landi sínu. Á meðan Gattz bíður eftir réttum tíma til að ráðast á hann, fær hann ofsýnir af fimm djöflum sem bera ábyrgð á hvernig landið er orðið, hópur sem kallar sig “Hand of God”. Þeir brennimerktu einnig Gattz á hálsinum með merki sem tryggir honum illum og blóðugum örlögum. Eftir að hafa slegist við snáka-djöfulinn sjáum við “flashback” sem sýnir hægt og rólega hvað leiddi til þessara atburða.
Við sjáum fortíð Gattz, sem er frekar leiðinleg. Hann var fæddur af konu sem hafði verið hengd í tré og alinn upp af Gambino, leiðtoga í skæruliðahóp sem kenndi Gattz að berjast… en ekkert meir. Árum seinna, er Gambino lamaður í orrustu sem leiðir til þess að í brjálæðiskasti reynir hann að myrða Gattz. Sem endar að vísu með því að Gattz drepur Gambino í sjálfsvörn. Hermennirnir í herbúðunum álíta strax að Gattz hafi drepið “sjúpfaðir” sinn og Gattz er neyddur til að flýja og snúa aldrei aftur. Þaðan í frá, lifði Gattz með því að berjast fyrir peninga… sem skæruliði, því það var það eina sem hann kunni.
Eftir að hafa vegið öflugan hermann á vígvellinum hittir hann skæruliðahóðinn, “The Hawks” og slæst í lið með þeim. Eftir það, fylgjumst við með honum er hann hækkar fljótt um tign og hin furðulega vinátta sem byrjar að myndast á milli Gattz og Griffith (leiðtoga Hawks). Þetta eru tveir hlutir sem leiða til öfundsýkis, virðingu, hatri og vináttu á milli Gattz og sumum af Kafteinum Band of the Hawks. Til dæmis Caska, kvenkyns kafteinn og næstráðandi í hópnum; Judeux, sem er hæfur njósnari; Rickert, ungur maður með undraverða skothæfni; Corkus, kjaftaskur og egóisti; og stór gaur sem heitir Pippin, náungi sem er stærri og sterkari en Gattz (næstum ógerlegt).
In á milli góðra bardaga og frábærrar sögu, byrja karakterarnir hægt og rólega að sýna sýnar sönnu hliðar, hvað þeir vilja útúr lífinu og hvernig þeir ætla að öðlast það. Til dæmis vill Gattz finna ástæðu til að lifa, eitthvað þýðingarfullt. Þetta einblínir hann á og markmið allra annara skifta hann nær engu. Griffith hinsvegar vill öðlast völd og einn daginn stjórna sínu eigin landi, sem kóngur. Berserk er fjallar jafnmikið um valdarán hans og hún gerir um Gattz. Sagan tekur hinsvegar stóra U-beygju nálgæt endanum á seríunni, með vaxandi sambandi á milli Gattz og annara, ósamkomulagi á milli Griffiths og Gattz og einnig með atriðum sem afhjúpa hvað er í raun og veru að gerast í bakgrunninum. Sanni söguþráður seríunnar skýst útúr bláu í endann og lemur þig í framan einsog blaut tuska og allt fer til helvítis… án gríns (þið sjáið hvað ég meina :P). Endirinn mun með sannindum skilja þig eftir tilfinningalega brenglaðan með um það bil milljón spurningar á heilanum.
Bara með því að horfa á fyrstu tvo þættina má sjá að Berserk er ALLS ekki neitt spaug né fantasíuævintýri. Sagan er dimm og drungaleg, með snilldar karaktera sem þróast vel og ofbeldi ofan á ofbeldi. En ef þú heldur að þetta sé grunn og heiladauð sería sem fjallar einungis um dauða og morð, skaltu hugsa þig betur um. Ég bjóst við miklu, miklu minna frá Berserk…… hún kom mér virkilega á óvart.
Ég mæli eindregið með að þið finnið ykkur mangað á netinu, það seldist mjög vel í japan ef ég man rétt. Ég vona innilega og bið til uppáhalds, yfirnáttúrlegu verunnar minnar að þeir muni gera framhald af Berserk…….. þið munið sjá af hverju.
P.S: Ég biðst velvirðingar á að þetta kemur út hálf-brenglað. Ég skrifaði þetta review fyrst á ensku og þýddi síðan beint hingað.
EvE Online: Karon Wodens