Já samkvæmt veftalningu teljari.is fyrir hugi.is er hugi.is/cm 10. vinsælasta áhugamálið í desember. Það er heilum 3 sætum ofar en í síðasta mánuði. Greinilegt að einhverjir hafa fengið leikinn í jólagjöf.
20 greinar voru sendar inn í desember miðað við 9 í nóvember. Leikmannagreinarnar voru 6 sem er jafn mikið og var í síðasta mánuði.
Það er þó greinilegt að endurskoða verður hverjir hafa aðgang að leikmannakubbinum vegna fárra og að mínu mati óvandaðra greina.
Búast má við því að margir reyni að spila CM mikið svona síðustu daga fyrir skólann. Svo hefur verið opnað fyrir kaup og sölur leikmanna í Evrópu, svo að ætla má að knattspyrna verði mikið í fréttum á næstu 30 dögum og þar af leiðandi spilar fólk meiri CM. Það hefur sýnt sig að þegar boltinn er í fréttum er CM meira spilaður.
Þá er lítið annað eftir en að þakka fyrir liðið ár og vona að með nýju ári fylgi fleiri nýjir notendur á hugi.is/cm
Gleðilegt ár :)