Jæja eftir langt hlé hef ég ákveðið að reyna að endurvekja gamla greinaflokkinn sem að dó út fyrir nokkrum mánuðuðum vegna anna hjá mér í real life (u know, skóli og svoleiðis). Ég ætla bara að byrja rólega og hafa bara leikmann vikunnar í smá stund og sjá svo til hvort ég geti bætt við unglingi vikunnar eins og var hér í ,,den´´.

En þessi fyrsti leikmaður til þess að fá umfjöllun eftir þetta langa hlé er leikmaður sem að mjög margir vita hver er (alla vega á þessari síðu), meistari Tó Madeira.

Tó Madeira er Portúgali og byrjar hjá liði sem ber það skemmtilega nafn Atletico Clube de Potugal og kostar hann skít á priki ef að þú hefur snöggar hendur að kaupa hann því að hann er selst oft í byrjun save-a. Madeira, sem að er framherji, er ótrúlegur markaskorari - algjör goal machine og er með bestu framherjum sem að ég hef haft undir stjórn minni á cm árum mínum. Eftir nokkur ár í champinum er hann kominn með ótrúlegar tölur og öll stórlið heims munu vera á eftir honum, þess vegna er mikilvægt að fá hann strax og gera góðan langtímasamning við hann.

En það leiðinlega við hann að hann er ekki til í raunveruleikanum, eða svo er mér sagt. Hann á víst að vera skáldaður upp af einhverjum scout fyrir SI. Það ásamt því að ég hef heyrt að hann sé ekki nógu stabíll milli save-a heldur honum frá heilum fimm stjörnum hjá mér.

**** og hálf/*****

Kveðja,
Pires-PireZ
Anyway the wind blows…