Julius Aghahowa (nikckname Aghawonder)
Fæddur: 12.feb 1982 í Benin borg
Þjóðerni: Nígerískur
Hæð: 178 cm
Þyngd: 77 kg
Staða: Leikur allar stöður frá framsækinni miðju og upp í framherja.
Fyrsti landsleikur: 03.02.00 á móti Morokkó.
Lið: Shaktar Donetsk
Hann er með þeim allra bestu í leiknum og hjá mér er hann sá leikmaður sem er metinn á mestan pening. 29 milljónir sterlingspunda. Að mínu mati spilar hann best fyrir aftann framherjana í leikkerfinu 2-1-4-1-2. En reyndar hefur wbdas sagt einhversstaðar hér á Huga að í því leikkerfi sé AM C að skora mest. Reyndar eru fáir ef einhverjir sem standast honum snúning frammi og á köntunum.
Tvö vandamál eru við hann.. Annað er að hann fær ekki atvinnuleyfi á Englandi og hitt er að hann þarf stundum að spila í Afríkukeppni landsliða sem er á miðju tímabili hjá löndum í Evrópu.
Oftast er hægt að kaupa hann á fyrsta tímabili á svona upp úr 8 milljónum punda en það er breytilegt. Ekki er ráðlagt að bíða með að kaupa hann því önnur lið eru fljót að sýna áhuga.
Þið hafið sennilega séð hann í HM trailernum. Hann er maðurinn sem virðist eiga heima í fimleikum á gólfæfingum.