Leicester City
Tveimur dögum eftir að ég lauk þriggja ára savei með Chievo þá settist ég fyrir framan tölvuna , kveikti á henni og ákvað að kíkja í Champinn.
Þegar ég var kominn inn í leikinn klikkaði ég á ,,Delete save game” og eyddi Chievo saveinu og ætlaði að búa mér til save hjá annað hvort Werder Bremen eða einhverju úrvalsdeildarliði í ensku. Kannski að því mér finnst enska deildin skemmtilegust.
Það tók mig ekki nema tvær mínútur að hugsa hvort ég ætlaði að velja. Enska deildin varð niðurstaðan og engin deild í Bakgrunn.
Síðan voru það liðin sem ég spáði í að stjórna, mörg komu til greina; Aston Villa, Charlton, Southampton, Everton, Leicester og Blackburn. En samt hafði ég alveg áhuga á liðum í fyrstu deild sem voru Watford, Portsmouth og Gillingham.
Ég skoðaði öll liðin og það tók mig dálítinn tíma en að lokum fór ég inn í Leicester liðið og tók við því.
Hópurinn var ekkert sérlega sterkur hjá þeim en fyrsta daginn fór ég að setja menn á sölulista sem ég vildi ekkert hafa, en auðvitað líka til að græða pening.
Tim Flowers varð fyrstur fyrir valinu og var seldur til Millwall fyrir 2,5 millur.
Síðan sá ég að Celtic hafði áhuga á Robbie Savage svo ég seldi hann þangað fyrir 4,8 millur.
Eftir tvo daga í starfi var ég búinn að græða nokkurn pening og var orðin sólginn í leikmenn svo ég skellti mér til Portúgals og sá þar leikmann sem var stjörnuleikmaður, þetta var sóknarmaður svo ég keypti hann, nafn hans er Tó Madeira og ég fékk hann aðeins á hálfa milljón.
Ég vildi auðvitað meira og keypti annan sóknarmann frá asísku liði að nafni Ulsan, þetta er Suður-Kóreyskur sóknarmaður að nafni Lee Chun-Soo og ég fékk hann á 1 millu.
Daginn eftir seldi ég tvo sóknarmenn, Ade Akinbyi til Crystal Palace fyrir 3 millur og Dean Sturridge til Gillingham fyrir 1 millu. Fyrir þessar 4 millur þarna keypti ég varnarmann frá Torino að nafni Fabio Galante.
Ég hætti síðan leikmannakaupum og ákvað að vinna alla æfingarleiki örugglega og standa mig vel í deildinni, mitt markmið var evrópusæti.
Ég vann alla æfingaleiki en segi nú ekki að það hafi verið öruggt hjá mér en Tó Madeira kom mér nú á óvart með markaskorun sína í leikjunum.
Fyrsti leikur í deildinni var gegn Middlesboro, ég ákvað að nota leikerfið 3-5-2 í leiknum og sjá hvernig það virkaði.
Þegar leikurinn byrjaði var ég spenntur og vonaðist eftir væntingum, staðan í hálfleik var 0-0 en Leicester var nú meira með boltann. Í seinni hálfleik komu mörkin, Chun-Soo kom mér yfir á 60.mínútu og aðeins tveimur mínútum seinna skoraði Tó Madeira. Eftir það var ég stanslaust með boltann og á 90.mínútu skoraði Muzzi Izzet þriðja markið og 3-0 urðu lokatölur á Filbert Street.
Stjórnin var auðvitað ánægð með leikinn og ég með fullt sjálfstraust fyrir næsta leik gegn Bolton sem hafði tapað 1-2 fyrir Everton.
Leikurinn gegn Bolton var erfiður en Leicester marði 0-1 sigur með marki Dennis Wise.
Stjórnin var fannta ánægð með mig, ég var samt ekki viss um hvort næsti leikur myndi vinnast en hann var gegn Leeds sem líka var með fullt hús eftir sigra á Tottenham og Charlton.
Leikurinn var á sunnudegi á Ellan Road.
Hópurinn var eins þriððja leikinn í röð og þá var bara að bíða eftir leiknum sem svo rann upp.
(ÞIÐ TRÚIÐ ÞESSU ÖRUGGLEGA EKKI EN ÞETTA ER SATT SEM STENDUR UM LEIKINN).
Ég prófaði að lát sjö ára bróður minn vera hjá tölvunni í fyrri hálfleik, ég sagði honum að segja mér hvað staðan væri í hálfleik. Þegar hann kom fram varð ég geðveikt spenntur og svo sagði hann orðrétt að mig minnir: ,,Guðni, blá liðið er með fjögur mörk og hvíta liðið ekki neitt.”
Ég trúði honum fyrst ekki en síðan leit ég á tölvuna og sá það var satt, Tó Madeira með tvo mörk og Chun-Soo með tvo.
Leikurinn endaði 0-4 og ég var alveg í skýunum.
Næstu tveir leikir í deildinni voru gegn Blackburn og Derby, ég vann þá báða, Leicester 2 -Blackburn 0. Og Derby 0 – Leicester 1. Tó Madeira með mörkin í leikjunum tveimur.
Síðan gerðist dálítið undarlegt, stjórnin varð óánægð með leikerfið sem ég spilaði og vildi að ég myndi spila 4-2-4. Ég prófaði það og átta næstu leikir töpuðust og ég var kominn niður í 18.sæti, nokkrir leikmenn urðu unhappy, reyndar vann ég leikina í deildarbikarnum.
Ég fór þá og skoðaði laus störf, ég ætlaði ekki að hanga þarna lengur en þá sé ég að mitt nafn er á listanum og ég er insecure. Ég sá reyndar laust starf hjá Northampton en ég vildi ekkert fara þangað, í bili að minnsta kosti.
Ég breytti leikerfinu í 4-4-2 með sókndjarfa kanntmenn og það gekk eins og í sögu. Ég vann næstu fjóra leiki og sá fimmti varð að jafntefli gegn Chelsea.
Næsti leikur var gegn Arsenal en hann tapaðist á Higburry 3-0.
Gengi liðsins varð síðan upp og niður og þegar ég átti að leika við Liverpool 1.janúar 2002 sat ég í 10.sæti, Tó Madeira var næstmarkahæstur með 21 mark en Henry var efstur með 24 mörk.
Leikurinn gegn Liverpool endaði 2-2 og sóknarparið Chun-Soo og Tó Madeira voru með sitthvort markið.
Næst leikur var í 3. umferð bikarkeppninnar og ég dróst á móti Cardiff en sá leikur vannst 6-0 auk þess sem ég leyfði James Strocrowt (held það sé skrifað svona) að leika einum frammi og hann skilaði því vel með þremur mörkum.
Deildin var að sjáfum sér ekkert spennandi þetta árið því Man.utd og Arsenal voru að stinga af og Bolton var á hraðri leið niður um deild meðan ég dólaðist þarna um miðja deildina.
Tveir leikir í deildinni eftir þennan sigur á Cardiff og voru þeir við Man.utd og West- Ham.
Leikurinn gegn United tapaðist eitt núll en aftur á móti vannst leikurinn gegn West-Ham 3-1 með tvennu frá Chun-Soo og einu marki frá Callum Davidson.
Næst voru svo undan úrslit gegn Sunderland í deildarbikarnum sem ég varð að vinna því liðið var farið að skulda nokkuð margar millur.
Leikurinn byrjaði á útivelli og hann var ekkert viðburðaríkur og endað 0-0. En í hinum leiknum sigraði Fulham Newcastle á útivelli 2-0.
Næstu tveir leikir í deildinni fóru líka 0-0 gegn Newcastle og Southampton.
Síðan kom seinni leikurinn gegn Sunderland og hann vannst 1-0 með marki á 14.mínútu frá Muzzi Izzet.
Næsti leikur var svo gegn Sunderland í deildinni en hann fór 3-3 með mörkum frá Chun-Soo, Tó Madeira og Matt Elliot.
En eitthvað þurfti að gera, liðið var í fjárhags vanda og ég þurfti að selja leikmenn en ég varla tímdi því en ég prófaði að setja Muzzi Izzet á 7 milliur, ég sá að Liverpool og Tottenham höfðu áhuga. Liverpool þurfti miðjumann að því svo margir leikmenn voru meiddir og þeim fannst Izzet góður leikmaður fyrir liðið. Tottenham kom aldrei með tilboð en Liverpool bauð mér 7 millur fyrir Izzet sem ég tók. Svo var bara að vona að ég myndi vinna Fulham eftir rúman mánuð var stuttur, vann báða leikina í deildinni og var kominn upp í sjötta sæti í deildinni en datt út úr bikarnum gegn Birmingham.
Stundin var runnin upp, leikur gegn Fulham í Cardiff, úrslitaleikurinn sjálfur og það í deildarbikarnum.
Leikurinn byrjsði og byrjaði illa því á Fulham komst yfir á 15.mínútu. Chun-Soo jafnaði síðan rétt fyrir leikhlé.
Seinni hálfleikur var bragðdaufur og gripið var til framlengingar og í henni skoraði Tó Madeira og tryggði mér sigur!
Ég vann deildarbikarinn! Núna fékk ég pening í baukinn og gat einbeitt mér að deildinni.
Síðustu umferðinar voru upp og niður og þegar því lauk endaði ég í 7.sæti, nokkuð ánægður með það en hyggst samt á betri árangur næst.
Man.utd vann deildina og þau sem kvöddu hana voru; Bolton, Southampton og Derby.
En í staðinn komu W.B.A, Watford og Man.City.
Stjórnin ánægð og ég bíð spenntur eftir næsta tímabili.