Unglingur vikunnar 13.1 - 19.1 2002 Jæja jæja, loksins hef ég tíma til þess að rita leikmannaumfjöllun. Ég ætla bara að skella þeim vikum sem að uppá vantar inn í einu og þið verðið þá bara að fletta þessu til að finna e-ð merkilegt. Ég er með save í gangi þar sem að ég finn leikmenn, er man utd og kaupi þá og leyfi þeim að spreyta sig og hérna eru fyrstu menn sem að ég ætla að rita um. Ég er ekki mikið búinn að gera þannig að umfjallaninar geta breyst og þá verðið þið bara að skoða reglulega :)

Fyrir stuttu þá bað sexygaur mig um að skrifa grein um Daniel nokkurn Eckstein, og hér er hún!

Daniel Eckstein er 21 árs Þjóðverji. Hann er framherji og spilar hjá þýska liðinu Nurnberg. Hann kostar lítið og er ágætis kostur fyrir meðallið.

Hann hefur engar spes tölur, svona í slappari kantinum, en samt sem áður tekst honum alltaf e-n veginn að sulla boltanum inn. Hann er sem sagt markaskorari mikill og finnur oftast leið að markinu. Hann á eflaust eftir að standa sig betur með aldrinum og því er ekki úr vegi að þeir sem að eru komnir langt í cm, kíki á pilt. Hann er góður kostur fyrir miðlungslið, en ég myndi seint mæla með honum fyrir stórlið.

** og hálf/*****

Kv,
PireZ
Anyway the wind blows…