Leikmaður vikunnar 6.1. - 12.1. 2002 Jæja jæja, loksins hef ég tíma til þess að rita leikmannaumfjöllun. Ég ætla bara að skella þeim vikum sem að uppá vantar inn í einu og þið verðið þá bara að fletta þessu til að finna e-ð merkilegt. Ég er með save í gangi þar sem að ég finn leikmenn, er man utd og kaupi þá og leyfi þeim að spreyta sig og hérna eru fyrstu menn sem að ég ætla að rita um. Ég er ekki mikið búinn að gera þannig að umfjallaninar geta breyst og þá verðið þið bara að skoða reglulega :)

Nelson Cuevas er maður vikunnar að þessu sinni. Hann er hægri kantmaður og er 21 árs gamall í byrjun leiks og er spilandi hjá River Plate í Argentínu, sínu heimalandi. Hægt er að fá fyrir u.þ.b 5 milljónir og þeim peningum er vel varið.

Mér var bent á þennan mann af Hvata okkar og hefur hann reynst mér vel í gegnum tíðina. Hann er eldsnöggur og þolinn (sem er frábært fyrir hans stöðu) og gefur eitraðar sendingar á kolla framherja þinna. Hann fær mín með mæli og margir aðrir eru mér sammála. Hann getur auðveldlega verið assist kóngur þeirra deildar sem að þú ert í og ef að þú ert með meðallið þá verður hann þér ómissanlegur.

Ég gæti skrifað miklu meira um hann, en ég ætla bara benda ykkur á grein Hvata: hún segir allt sem segja þarf!

http://www.hugi.is/cm/greinar.php?grein_id=24033

*** og hálf/*****

Kv,
PireZ
Anyway the wind blows…