Niklas Bärkroth Niklas Bärkroth

Aldur: 15 (19.01.1992)
Staða: Getur spilað flestar stöður nema vörn, er þó bestur attacking miðjumaður og frammi.
Þjóðerni: Svíþjóð
Hæð: 172 cm
Þyngd: 69 kg
Tungumál: sænska, enska, norska og danska
Lið: IFK Göteborg (Svíþjóð)
Metinn á: n/a er á youth contact
Kaupverð: Færð hann á nokkur k bara, en þeir vilja oftast einhvera % af næstu sölu, bjóðið bara nokkur k og 5%.
Leikur: FM 2008 8.0.2


Svíinn Niklas Bärkroth gekk til liðs við IFK Göteborg, árið 2007, eftir að hafa spilað með heimaliðinu sínu Balltorps FF.
Hann varð yngsti leikmaður í sögu sænsku knattspyrnunnar til að spila í efstu deild þar í landi, Allsvenskan. Þá aðeins 15 ára sjö mánaða og sjö daga gamall þegar hann byrjaði inná í liði sínu IFK Göteborg í leik á móti IF Brommapojkarna þann 2 september 2007.

Faðir hans var einnig knattspyrnumaður, Robert Bengtsson-Bärkroth, og spilaði 239 leiki í Allsvenskan með Västra Frölunda IF og Örgryte IS.


Kostir:

Gríðarlega snöggur og tekknískur leikmaður, verður góður í loftinu og playmaker. Hann getur spilað allar stöður á miðjunni, allar í AM og frammi. Verður svakalegur í þeirri stöðu sem þú vilt hafa hann í, þar að segja framarlega á vellinum.


Gallar:

Ekki góður í að taka aukaspyrnur, víti, horn og innköst. Slappur varnalega séð. Lélegur að tækla og dekka leikmenn.


Sem sagt mæli eindregið með því að þið tryggið ykkur þennan leikmann í hvaða lið sem er því hann verður svakalegur. Svo er bara að senda hann í lán og svona í nokkur tímabil og byrja svo hægt og rólega að nota hann.