Ég fann Rune Jörgensen í Stoke savei sem ég er að spila núna og mun að lokum segja frá þegar því er “lokið” á Sögukubbnum. Hann er vinstri vængur og byrjar hjá danska smáliðinu NFA. Ég nota hann sem varamann fyrir vinstri væng #1 hjá mér, Kristian Bergström. Playing Career-inn hjá honum hjá NFA var svakalegur.
1. leiktíð: 42 leikir, 20 mörk, 24 stoðsendingar, 13 MoM og 7.64 í meðaleinkunn.
2. leiktíð: 19 leikir, 13 mörk, 12 stoðsendingar, 10 MoM og 7.84 í meðaleinkunn.
Ég keypti hann strax og ég fann hann og fékk hann á £500k. Hann er núna, eins og ég sagði, vinstri vængur #2 og er að standa sig vel sem slíkur. Á tímabili voru stóru liðin á Englandi að berjast um að fá hann frá mér en ég gaf mig ekki. Þeir að vísu voru að bjóða u.þ.b. £4m en ég ákvað að halda honum bara. Kristian Bergström er búinn að vera meiddur síðasta mánuðinn hjá mér og þá hefur Rune fengið færi á að sýna hvað í sér býr. Það að vísu hefur ekki verið jafn mikið og ég bjóst við en hann er engu að síður að virka ágætlega og er allveg sáttur við að sitja mestmegnis á bekknum.