Eins og síðusta leikmannagrein hefur kannski sagt ykkur er ég þessa dagana að spila sem framkvæmdastjóri Stoke. Einn besti leikmaður liðsins þegar maður byrjar er Hollendigurinn Peter Hoekstra. Á annari leiktíð fékk ég tilboð í Hoekstra sem ég hreinlega gat ekki hafnað; £5m frá Feyenoord. Eftir þessa sölu átti ég loks töluverðan pening og fór að leyta logandi ljósi að nýjum vinstri væng. Ég ákvað að senda njósnara til bæði Svíþjóðar og Skandinavíu. Litlu seinna fékk ég skilaboð um að “Norrköping's 28 (s.s. 27 í byrjun) years old left winger Kristian Bergström is recommended as an excellent signing”. Kauði var metinn á fáeina tugi þúsunda punda og ég bauð þeim £160k sem að þeir tóku.
Bergström er búinn að vera miklu betri en Hoekstra hafði nokkru sinni verið og verðmunurinn á þeim er £4,84m sem ég fékk beint í vasann + síðan launamunurinn, allavega í fyrstu.
Svona er hægt að stórgræða á góðu mönnunum sem eru fyrir í liðinu og finna sér svo bara hræódýra óuppgvötaða snillinga í staðinn.