Leikmaður vikunnar 24.12 - 28.12´01 Leikmaður vikunnar er hinn umdeildi og títtræddi Nicolas Anelka.Hann er 23 ára gamall í byrjun leiks og spilar þá hjá Paris. Það er oft auðvelt að lokka hann þaðan enda fer hann oftast á sölulista eftir nokkra mánuði. Hann er frábær framherji (striker fyrir þá sem að eru sofandi) og algjör markamaskína. Hann er hjá mér í Sunderland og er einn af máttarstólpum liðsins, ásamt Kallstrom, Arca og Mpenza. Hann skorar og skorar, hefur frábærar tölur og er í raun einn besti framherji leiksins.

En því miður er stór galli á gjöf Njarðar. Pilturinn er með þá skrýtnustu skapgerð sem að ég hef séð og er alltaf fúll og mikill vandræðagemill. Af þeim sökum hræðast margir þennan pilt og lái ég þeim það ekki. Þú þarft að leggja þig mikið fram við að halda honum ánægðum, gefa honum fast sæti í byrjunarliðinu og þér verður að ganga vel. Ekki kaupa marga framherja í einu eða neitt svoleiðis. Ef að þér tekst þetta á hann eftir að standa sig frábærlega fyrir þitt lið.

**** og hálf/***** fyrir hæfileika, en ég dreg af honum eina og hálfa fyrir skapgerð.

Niðurstaða:

***/*****

Kveðja,
Pires
Anyway the wind blows…