Adriano, í byrjun leiks 19 ára striker hjá Inter sem margir eru farnir að kalla Ronaldo nr.2.
Árið 2006 sem ég er á núna með Piacneza, þá er hann 25 ára. Sem sagt á besta aldri, hann er búinn að leika 5 leiki og er búinn að skora 6 mörk og er búinn að leggja upp 3. Tek það fram að ég lýg þessu ekki.
Hann var búínn að vera hjá Inter í sex ár og þótt ótrúlegt sé hafði ekkert lið keypt hann, svo sá ég að hann var ódýr svo auðvitað keypti ég hann.
Hann er orðin stórstjarna og eftir nokkra góða leiki í viðbót verður hann orðin landsliðsmaður Brasilíu. Ja……..ég er að minnsta kosti viss um það.
En aftur að Adriano, mórallinn hans er auðvitað orðinn superb og einhvern veginn gengur allt í haginn með þennann leikmann.
Ég mæli með honum, hvort sem þið eruð á 1. tímabili eða 6.tímabili, jafnvel 10. þá bið ég ykkur að prófa hann.
Hann verður stórstjarna eftir nokkur ár ef hann er ekki orðinn það hjá sumum……………………