Þennan pilt þarf varla að kynna fyrir sönnum cm-urum en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið í síðasta cm að ég held. Ég keypti hann reyndar aldrei í þeim leik, einhvern veginn hittist þannig á að ég þurfti aldrei að nota krafta hans.
En í hinu margfræga Sunderland save-i mínu keypti ég hann og sá alls ekki eftir því. Drengurinn er 19 ára gamall í byrjun leiks og spilar AMC. Hann kostar u.þ.b. eina milljón frá Hacken, sænska liðinu sem að ól hann upp.
Það er skemmst frá því að segja að hann gersamlega brilleraði hjá mér og varð markahæstur í ensku deildinni með ein 25 mörk að mig minnir (er að skrifa þetta í skólanum, cm er ekki fyrir framan mig). Pilturinn stóð sig frábærlega á fyrsta tímabili og er enn betri það sem af er öðru. Hann blómstraði gersamlega í stöðu AMC í kerfinu 2-1-4-1-2, og var einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu sem að leið. Hann er reyndar ekki altof duglegur að assista en vona ég að hann bæti sig í því. Það er í raun eini mínusinn sem að hann fær.
**** og hálf/*****
P.S. Leikmaður vikunnar er nýr greinaflokkur sem að ég ætla að sjá hér um á huga og reyni ég að bæta nýjum manni inn vikulega. Það getur bæði verið góðu eða lélegir leikmaður og er lang oftast úr því save-i sem að ég er að vinna í þá stundina. Hvernig finnst ykkur?
Anyway the wind blows…