Matteo Greco



Hann byrjar ekki hjá neinu liði. Mig vantaði leikmann sem kostaði ekki neitt og fór í ,,find´´ og klikkaði svo á player.
Ég var kominn á einhverja síðu, man ekki nr hvað og þá sá ég hann. Hann var 23 ára frá Ítalíu og var svokallaður ,,left winger´´ og var only left.

Hann sammþykkti svo að koma til mín, og lét ég hann leika í stöðu sem AMC, reyndar úti á vinstri kannti.
Hann var alveg frábær og átti hverja stóðsendinguna á fætur annari og lagði upp helling af mörkum. Hann endaði sjálfur með 7 mörk á tíðinni og var í liði ársins í 1.deild (Gleymdi að taka fram að ég var með Coventry).

Í úrvalsdeildinni lék hann alveg ágætlega, reyndar endaði ég í 15.sæti og hann var með 5 mörk á tímabilinu en lagði upp svona 10-12 að mig minnir.

Og um sumarið 2003 keyptu síðan Bologna hann af mér á 7.5 milljónir, ekki slæmt, ha?