Það var venjulegur eftirmiðdagur hjá mér, ég sat og slappaði af í villu minni, sem að er á Spáni, en ég hafði keypt mér hana eftir að ég hætti gifturíkum knattspyrnustjóraferli. Marsille, Chelsea, Q.P.R. og Wigan eru bara dæmi um hve mörgum liðum ég hafði stjórnað til mikilla sigra. Allt í einu hringir síminn og á hinni línunni er stjórmarformaður Sunderland. Hann tjáir mér það að aldavinur minn Peter Reid hafi hætt störfum hjá félaginu til þess að taka við Real Madrid, gömlu stórveldi sem að nú barðist í bökkum. Mér er sagt að Peter hafi aðeins viljað fá mig til þess að ljúka ætlunarverki sínu.

Minningarnar um spennuna, gamanið og adrenalínflæðið komu strax upp í huga mér. Tilfinningin þegar liðið mitt vann úrslitaleik var ógleymanleg og allt í einu blóðlangaði mig aftur í bransann og hvaða lið var ekki betur til þess gert en Sunderland? Ég sagði strax já og tók næstu flugvél til Englands. Mér var fagnað innilega við komuna til Sunderland, enda treystu aðdáendur liðsins mér fyrst að Peter hafði mælt með mér. Samningurinn var nokkuð góður, en mér var svo sem sama um peninga, bara að fá að stjórna liði aftur var það sem ég vildi.

Fyrsta daginn minn hjá félaginu aðhafðist ég lítið fyrir utan það að ræða við starfsfólk mitt og mína leikmenn. Ég sá strax að við höfðum geysisterkan hóp, en samt sem áður mátti kannski kaupa einn mann í hverja stöðu á vellinum (Varnarmann,miðjumann og sóknarmann) Stanislav Varga er góður varnarmaður og Emerson Thome ekki síðri. Miðjan var sterk með Stefan Swarch í broddi fylkingar og sóknin var skipuð Lilian Laslandes og Kevin Phillips. Ég bað ritara minn um lista yfir leikmenn sem að væru á frjálsri sölu, en ég vildi spara 15 millurnar sem að liðið átti.

Listann fékk ég daginn eftir og um leið hringdi ég nokkur símtöl. Árangurinn af þeim var sá að Taribo West, feykisterkur varnarmaður gekk til liðs við okkur auk gamals vinar sem ég þekkti síðan á gullaldarárunum hjá Marsille, Hadda Kamatcho gekk einnig til liðs við félagið. Eftir þessar undirskriftir skrapp ég í ferð til Svíþjóðar, enda hafði ég heyrt að öflug stefna þeirra til unglingamála þar í landi væri að bera ávöxt. Heim kom ég með tvo unga snillinga í farteskinu, Kim nokkurn Kallstrom og Kennedy Bakirioglu (þið vitið hver hann er, ég man ekki alveg stafsetninguna). Eftir þessi kaup losaði ég mig við þjálfarateymið mitt og kallaði á aldagamla vini úr boltanum sem að höfðu staðið með mér í gegnum súrt og sætt. Eftir þessar breytingar var löngum stundum eytt á æfingavellinum og fann ég til tilhlökkunar hjá leikmönnum mínum varðandi næsta tímabil.

Eftir fund með leikmönnum og þjálfurum var ákveðið að til að byrja með myndum við spila 4-2-4. Með Gray,West,Thome og Mcartney sem öftustu línu, Á miðjunni væru Swarch og Kallstrom. Vinstri kantur var Julio Arca og hægra meginn Bakirioglu. Fremstu víglínu skipuðu svoa Phillips og Kamatcho.

Æfingaleikirnir gengu vel, og loksins kom að fyrsta deildarleiknum, útileikur á móti mínum gömlu félögum í Chelsea. Leikurinn endaði 3-3 með mörkum frá Arca,Bakir og Kamatcho. Ég var bara svona þokkalega ánægður með niðurstöðuna, enda lentum við 3-1 undir.

Byrjunin var brösuleg og virtist óheppnin elta okkur á röndum, fjögur jafntefli, einn sigur og þrjú töp voru gersamlega óásættanleg af minni hálfu. Ég sat langt fram á kvöld við það að reyna að finna upp ný leikkerfi, en ekkert gekk eftir. Það var síðan eitt kvöldið að ég var á tali við gamlan vin, reyndan þjálfara og í raun er hann eini maðurinn sem ég lít eitthvað upp til þegar kemur að þjálfun knattspyrnuliðs. Maðurinn hafði gert lið eins og Forest Green að enskum meisturum og var nú að stjórna ítalska liðinu Noceria til sigurs í meistaradeild Evrópu. Hann lét mér í té leikkerfi sem að hann hafði notað í gegnum árin og sagði mér að reyna það. Leikkerfið ber nafnið 2-1-4-1-2 og fannst mér það heldur djarft kerfi í byrjun, en ég prófaði það (reyndar með smá áherslubreytingum) og það svínvirkaði, fimm sigrar í röð, varð fyrsta liðið til þess að taka stig af United og ég skaust upp töfluna.

Þegar þetta er ritað er jólatörnin fram undan, liðið er í 3.sæti deildarinnar og ósigrað í fjórum leikjum. Stuðningsmenn sem og stjórnin eru í skýjunum og bjartir tímar eru fram undan á leikvangi ljósanna…

Kveðja,
Pires
Anyway the wind blows…