Shola Ameobi
————
Ég tók mig til að skrifa grein vegna þess að mér finnst þetta áhugamál ekki hafa verið líflegt að undanförnu.
Leikmaðurinn heitir Shola Ameobi og spilar með Newcastle(Magpies) í efstu deild á Englandi.
Hér koma aðeins staðreyndir um hann:
Fæðingardagur: 10/12/1981 22ára þegar leikurinn byrjar.
Fæðingarstaður: Lagos í Nígeríu.
Hæð: 188cm
Þyngd: 76kg
Staða: Framherji
Númer hjá Magpies: 23
Favorite personal í CM: Bobby Robson
Ef maður byrjar að nota hann starx þá er næstum því öruggt að hann standi sig géggjað vel. Ég hef nú reyndar ekkert mjög mikkla reynslu af honum en í save sem ég er Charlton er hann lang dýrasti maður í heiminum kominn upp í 35,5 millur síðast þegar ég gáði. En ég er líka í öðru save-i með Jóa(gomez)vini mínum og þar var ég að kaupa hann við vorum að klára fyrsta season og ég er Inter Milan í þessu save-i og ég fékk hann á 10 millur og á vonandi ekki eftir að sjá eftir því.
Alvöru staðreyndir um hann:
Shola Ameobi er uppalinn í Nígeríu en fluttist til Englands með foreldrum sínum fimm ára gamall.Hann var í ungmennaliðum Newcastle frá 13 ára aldri og var kominn í varaliðið daginn áður en hann varð 18. Strákurinn var þó nánast óþekktur í upphafi leiktíðar 2000/2001, en þá hafði hann staðið sig svo vel með varaliðinu að Bobby Robson ákvað að hækka hann í tign og setja í aðalliðið. Að auki fékk Shola nýjan samning til fjögra ára.
Shola lék fyrsta leik sinn í markalausu jafntefli gegn Chelsea á St James’ í september 2000. Skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri á Coventry. Naut góðs af meiðslum Carls Corts og Alans Shearer og spilaði alls 22 leiki á tímabilinu.Shola var valinn í U-21 landslið Englands á tímabilinu 2000/2001. Hann spilaði fimm leiki og skoraði tvö mörk, bæði gegn Finnum í Barnsley. Frammistaðan þýddi að hann var orðinn fastamaður í liðinu.
Shola byrjaði tímabilið 2001/2002 með miklum látum, skoraði tvö góð mörk í 4-0 sigrinum á Lokeren í Intertoto keppninni. Meiddist síðar á hné en náði sér í tæka tíð fyrir Evrópukeppni U-21 landsliða í Sviss. Hann skrifaði undir nýjan samning í janúar og er nú samningsbundinn fram á sumar 2006.
————–
Þetta er mín fyrsta leikmannagrein eftir að ég fékk aðgang að kubbnum og endilega skifið hvað ykkur finnst um hana:)
Kveðja: jonnif