
*****Lionel Morgan*****
Fæðingardagur: 17.2.1983
Þjóðerni: Enskur
Lið: Wimbledon
Staða: Sókndjarfur miðjumaður
Nr. á velli: #14 (líkt og minn uppáhalds leikmaður, Thierry Henry :)
Mig langar aðeins til að segja frá honum og var hann “skotmark” Tottenham leiktíðina 2001/2002 og buðu þeir í hann 750 þúsund pund. Wimbledon neituðu því tilboði enda mikilvægur leikmaður í liði þeirra. Miklar vonir voru gerðar til hans á síðustu leiktíð en því miður þá settu alvarleg hnémeiðsli strik í reikninginn og hann var frá í langan tíma. Hann kom sterkur inn eftir meiðslin og sýndi hvað í honum býr á síðari hluta tímabilsins, hann var svo valinn í enska U20 landsliðið.
“Very tricky on the ball, his speed and skill frightens defenders.”
Þeir sem skilja ensku sjá að hérna á ferð er mjög efnilegur drengur sem mun sennilega ná langt í framtíðinni.
En hjá Sunderland undir minni stjórn þá var hann alveg frábær. Á sinni fyrstu leiktíð þá spilaði hann í 1.deildinni og lék 44 leiki skoraði 7 mörk lagði upp 12 og var fimm sinnum kosinn maður leiksins. Hann var svo með einkunina 7.52 í lok leiktíðar. Á næstu leiktíð þá vorum við komnir í úrvalsdeild og var hann auðvitað fastamaður í liðinu á vinstri kantinum og þá spilaði hann 45 leiki skoraði 4 mörk lagði upp 10 og var fimm sinnum kosinn maður leiksins. Hann endaði svo með einkunina 7.38 í lok leiktíðar.
Ég mæli eindregið með þessum leikmanni og hann er hverrar krónu virði. Ég hef ekkert meira að segja um hann.
Kv. Geithafu