Áður en ég hefst handa við ritsmíð mína þá vil ég biðjast forláts á því að ég hef verið frekar lélegur við að senda inn leikmannagreinar. Ég og ábyggilega margir aðrir hafa verið mjög iðnir við að spila nýja CM leikinn og hafa eflaust fundið marga góða leikmenn. Ég fann einn svona “wonderkid” og reynsla mín af honum er mjög góð, nafn hans er Aaron Lennon. Eins og margir vita þá byrjar hann hjá Leeds og er hægt að signa hann strax í byrjun en maður þarf að borga Leeds 575k. Hann byrjar með ágætis stata miðað við að vera 16 ára gamall og svo verður hann alltaf betri og betri.
Í mínu besta save-i í CM 03/04 stjórnaði ég liði Portsmouth. Ég hafði notað leikmanninn Nigel Quashie á miðmiðjunni á fyrstu leiktíð. Hann var nú ekki lengi í liðinu þar sem ég hafði fengið Norðmanninn Magne Hoseth á frjálsri sölu frá Molde. Hoseth fór í byrjunarliðið en svo missti ég hann til Blackburn á 3.1 milljón útaf klásúlu í samningi hans. Ég fór strax að leita að leikmönnum og sá að Aaron Lennon var að renna út á samning. Ég ákvað að bjóða honum samning og hann samþykkti kaup og kjör og nokkrum dögum síðar var Lennon orðinn leikmaður Portsmouth. Þetta var leiktíðina 05/06. Ég borgaði 575k fyrir pilt og hann lék 5 leiki fyrir félagið á þessari leiktíð. Hann skoraði 2 mörk en var aldrei kosinn maður leiksins og hann lagði heldur ekki upp neitt mark. Hann endaði svo með einkunina 7.80 í lok leiktíðar. Hann stóð sig mjög vel og var mjög duglegur á miðjunni. Á næstu leiktíð (06/07) var hann fastamaður á miðjunni og hann lék 43 leiki, skoraði 2 mörk, lagði upp 4 og var 3 sinnum kosinn maður leiksins. Í lok leiktíðar var hann með einkunina 7.60. Þó að hann hafi ekki skorað mikið þá var hann allstaðar á vellinum. Hann er fljótur og er með góðar sendingar.
Ég mæli eindregið með þessum leikmanni þar sem hann verður alveg rosalega góður og þá sérstaklega fyrir lélegri liðin. Hann er metinn á 11 milljónir punda hjá mér núna og hann hefur alveg rokið upp í verði, næstdýrasti leikmaðurinn minn.
Ég hlakka til að fylgjast með þessum leikmanni í framtíðinni því hann lofar góðu allavegana miðað við það sem ég hef séð af honum. En ég vona að ykkur hafi fundist þessi grein ágætis skemmtun og álit á henni eru vel þegin.
Kv. Geithafu