
Í mínu besta save-i í CM 03/04 stjórnaði ég liði Portsmouth. Ég hafði notað leikmanninn Nigel Quashie á miðmiðjunni á fyrstu leiktíð. Hann var nú ekki lengi í liðinu þar sem ég hafði fengið Norðmanninn Magne Hoseth á frjálsri sölu frá Molde. Hoseth fór í byrjunarliðið en svo missti ég hann til Blackburn á 3.1 milljón útaf klásúlu í samningi hans. Ég fór strax að leita að leikmönnum og sá að Aaron Lennon var að renna út á samning. Ég ákvað að bjóða honum samning og hann samþykkti kaup og kjör og nokkrum dögum síðar var Lennon orðinn leikmaður Portsmouth. Þetta var leiktíðina 05/06. Ég borgaði 575k fyrir pilt og hann lék 5 leiki fyrir félagið á þessari leiktíð. Hann skoraði 2 mörk en var aldrei kosinn maður leiksins og hann lagði heldur ekki upp neitt mark. Hann endaði svo með einkunina 7.80 í lok leiktíðar. Hann stóð sig mjög vel og var mjög duglegur á miðjunni. Á næstu leiktíð (06/07) var hann fastamaður á miðjunni og hann lék 43 leiki, skoraði 2 mörk, lagði upp 4 og var 3 sinnum kosinn maður leiksins. Í lok leiktíðar var hann með einkunina 7.60. Þó að hann hafi ekki skorað mikið þá var hann allstaðar á vellinum. Hann er fljótur og er með góðar sendingar.
Ég mæli eindregið með þessum leikmanni þar sem hann verður alveg rosalega góður og þá sérstaklega fyrir lélegri liðin. Hann er metinn á 11 milljónir punda hjá mér núna og hann hefur alveg rokið upp í verði, næstdýrasti leikmaðurinn minn.
Ég hlakka til að fylgjast með þessum leikmanni í framtíðinni því hann lofar góðu allavegana miðað við það sem ég hef séð af honum. En ég vona að ykkur hafi fundist þessi grein ágætis skemmtun og álit á henni eru vel þegin.
Kv. Geithafu