Þar sem ríkir mikil þurrð á leikmannakubbinum (seinasta grein 10 nóv.) þá langar mig til þess að skrifa eina grein. Þessi umfjöllun er um hinn hollenska, Wesley Sneijder. Ég tók við Ajax í mínu fyrsta seivi í CM 03/04 og það var aldrei spurning hver færi á vinstri kantinn, Wesley Sneijder. Eftir fyrsta tímabil komst ég að því að þessi leikmaður ásamt Steven Pienaar eru ábyggilega bestu youngsters í leiknum (án djóks). Ég gjörsamlega hreifst af Sneijder og varð þetta fljótt minn uppáhalds leikmaður. Hann hefur farið hamförum með liði sínu Ajax og einnig hollenska landsliðinu, ég tek sem dæmi leikurinn á móti Skotlandi í umspilinu fyrir EM.
*************Wesley Sneijder*************
Fullt nafn: Wesley Sneijder
Staða á vellinum: Attacking Midfielder (Right/Left)
Nr. á búning: #18
Fæðingardagur: 9.6.1984
Hæð: 170 cm.
Þyngd: 67 kg
Fæðingarstaður: Utrecht
Eins og þið sjáið þá byrjar hann einungis 19 ára gamall og strax frá byrjun tímabils er hægt að móta hann eins og leir. Þegar ég leit yfir hópinn sem Ajax hafði uppá að bjóða sjá ég þrjá leikmenn sem báru af, Rafael van der Vaart, Wesley Sneijder og Steven Pienaar. Tveir af þeim fóru beint í byrjunarlið og það voru Vaart og Sneijder, Vaart á miðmiðjuna og Sneijder á vinstri kantinn. Pienaar fékk að verma varamannabekkinn en hann kom oft inná og setti hann þá sannarlega mark sitt á leikinn. En já þessi grein á víst að vera um Sneijder. Eins og ég hef áður sagt var hann settur á vinstri kantinn. Hann byrjaði mjög vel og var strax byrjaður að mata Ibrahimovic og Sonck sem lágu frammi eins og hungraðir kettir bíðandi eftir matarbitanum. Hann spilaði 36 leiki á tímabilinu og lagði upp 25 mörk. Hann var tvisvar sinnum valinn maður leiksins en hann skoraði ekki nema 2 mörk og í bæði skiptin voru það skot fyrir utan teig. Hann endaði svo með einkunina 7.86.
Ég veit reyndar ekki hvað það er hægt að fá hann fyrir mikinn pening en hann er metinn á 5,5 milljónir punda hjá mér eins og er. Ég mundi ekki taka tilboði undir 10 milljónum því þessi leikmaður er alger gullmoli. Þannig þið þurfið ekkert að vera neitt hissa á því að Ajax neiti tilboði sem er kannski á bilinu 5-7 milljónir. En ég mæli með þessum leikmanni því reynsla mín er mjög góð. Það verður gaman að sjá hvernig leikmaðurinn mun spjara sig í framtíðinni og aldrei að vita nema stóru liðin fara að bjóða í hann því Sneijder er ein bjartasta von Hollands.
Það var nú ekki meira sem ég ætla að skrifa en ég vona að þið skemmtið ykkur við lesturinn og vonandi sjáið þið eitthvað við hann þegar þið spilið leikinn og tékkið á honum.
Takk fyrir mig
Kv. Geithafu