Það hafa ekki komið greinar frá mér í smá tíma vegna prófa, heimavinnu og annarar vitleysu en nú byrjar þetta aftur, nú ætla ég að skrifa um hinn efnilega leikmann Blackburn;Jay McEveley
Upplýsingar:
Fæðingardagur:11/02/85
Fæðingarstaður:Liverpool
Númer:34
Staða:Varnarmaður
Lið:Blackburn Rovers
Fyrri lið:Engin, uppalinn hjá félaginu
Þjóðerni:Enskur
Fyrsti leikur:Walsall-Worthinton Cup 02-03
Um leikmanninn:
Byrjar 16 ára og er því hægt að “signa” hann í byrjun á rétt undir 1m. Ef þú ert með lélegri lið þá gæti hann spjarað sig í liðinu eða á bekknum en ef þú ert stærra lið þá er betra að bíða í svona eitt/tvö tímabil og þá er hann alveg brilliant! Hann getur spilað miðvörð og vinstri bakvörð, er D LC nánar tiltekið og tölurnar hans líta alls ekki út eins og hjá 16 ára strák enda er hann andskoti magnaður drengurinn. En hann er fljótur að ná 17 ára aldri og gera atvinnumannasamning svo maður þarf að vera snöggur til að missa ekki af honum.
Mín reynsla af leikmanninum:
Alltaf þegar ég hef þokkalegan pening þá kaupi ég hann, undantekningalaust! Ég var m.a. með Wolfsburg, signaði hann í byrjun tímabils, svo vantaði mig eitt sinn miðvörð svo ég skellti honum beint í byrjunarliðið, síðan var ekki aftur snúið og hann fór á kostum og var með u.þ.b. 7.5 í meðaleinkun. Í flest önnur skipti sem ég hef fengið hann hefur hann bara verið að dúlla sér í 19 ára liðinu eða varaliðinu, með góðum árangri þó!
Veikleikar:
Þar sem hann er svona ungur er erfitt að gera sér mikla grein fyrir veikleikum hans en það má samt nefna að ef hann spilar eins og einn frekar erfiðan leik verður hann alveg dauðþreyttur á eftir en það verður nú líka að taka með í reikninginn að hann er aðeins 16 í byrjun leiks svo þetta kemur til með að lagast með tímanum.
Kostir:
Þeir eru nú aðeins fleiri en veikleikarnir. Það er m.a. það að þrátt fyrir ungan aldur gæti hann alveg spjarað sig í byrjunarliði hjá flestum liðum ef í nauðirnar ræki, semsagt hann kæmi alveg ágætlega út úr því þrátt fyrir að eiga kanski ekki neina stjörnuleiki, en ekki gjörsamlega skíta í sig eins og flestir á hans aldri myndu gera þarna. Einnig hvað hann er fljótur að bæta tölurnar sínar, annað en sumir unglingarnir í leiknum. Svo að lokum að hann ekki mikil fýlupúki, s.s. kvartar ekki ef einhver er seldur eða neitt slíkt, hef aldrei séð það hjá honum.
Eins og þið sjáið hef ég skipt greininni í nokkra parta og vonandi kemur það bara betur út:)
Kv,
Massimo