Jan Kristiansen CM 03/04 (demó) Nafn: Jan Kristiansen
Lið: Esbjerg
Þjóðerni: Danskur
Aldur: 22 ára (04/08/1981)
Staða: AM RLC

Þennan leikmann rakst ég á þegar stórlið fóru að bjóða í hann. Ég sem Man.Utd. (byrja alltaf sem þeir í nýjum leik) blandaði mér því í samkeppnina um þennan leikmann.
Byrjaði á því að bjóða 800.000 pund en því var umsvifalaust hafnað. Bauð svo 1,3 milljónir punda og var það tilboð samþykkt, ásamt tilboðum frá t.d. Arsenal og Valencia . Bauð kappanum samning og var hann kominn 20. júlí.

Þar sem að ég keppti 2 æfingaleiki í Danmörku, hans heimalandi, fannst mér tilvalið að leyfa guttanum að spreyta sig.
Hans fyrsti leikur var gegn Lyngby, þegar að hann kom inn á fyrir sjálfan Ryan Giggs. Tókst honum ágætlega til og fékk 7 í einkunn.
Næsta leik byrjaði hann inn á og var sá leikur gegn OB. Ekki tók það hann nema 17 mínútur að skora. Lék hann á hægri vængnum þennan leik og var tekinn útaf á 63. mínútu. Fékk hann 8 í einkunn.

Fyrsti alvöru leikurinn var svo háður 10. ágúst. Leikur gegn Arsenal um samfélagsskjöldinn góða. Byrjaði drengurinn að sjálfsögðu inn á eftir góða frammistöðu gegn OB. Það er skemmst frá því að segja að þegar flautað var til leiksloka var Jan Kristiansen búinn að setja boltann 2x í netið. Fyrst á 11. mín. og loks á 90. mín eftir frábæran einleik. Fyrsti bikarinn því kominn í hús og nafnið sem var á allra vörum, Jan Kristiansen.

Í deildinni er ég svo búinn með 7 leiki og hefur Jan tekið þátt í 6 þeirra. Hann er þegar búinn að skora eitt mark og leggja upp önnur tvö. Meðaleinkunin í deildinni er 7,67. Í meistaradeildinni er einn leikur búinn og fékk hann 8 í einkunn í þeim leik. Hann hefur ekki fengið spjald á leiktíðinni.
Hann hefur jafnframt þátttöku hjá MU spilað tvo landsleiki og skorað í þeim 3 mörk.

Ég læt hann aðallega spila á hægri vængnum vegna manneklu í þeirri stöðu. Einnig hefur hann spilað miðri miðjunni með hlaupakerfi fram og á vinstri kantinum eins og áður segir.

Hans helstu veikleikar eru fyrirgjafir og sendingar en hann er að bæta úr því, bara spurning hvort að demó-ið sé ekki of stutt til að sjá árangur æfinga. Hann er heldur ekkert sérstaklega hraður.
Kostirnir eru að hann klárar færin vel og er alhliða góður skotmaður. Hann er jafnfættur og getur leikið hvar sem er á miðjunni. Auk þess hefur hann aðlagast liðinu vel (talar ensku fyrir), er frá Evrópu og er ungur.

Endinlega látið vita hvernig hann hefur staðið sig hjá ykkur ef þig hafið prófað hann.

Kv,
Snowle