Sá næsti í röðinni er hinn sænski Johan Elmander. Þessi maður er hreint út sagt magnaður. Hann getur bæði spilað stöðu miðjumanns og framherja en eins og í leiknum þá er hann AM/FRLC. Ég lét hann hinsvegar lúra fyrir aftan senterana og lét hann hlaupa á milli þeirra. Hann er mjög góður í þeirri stöðu.
Smá upplýsingar um hann:
Fæðingardagur: 27 maí 1981
Þjóðerni: Sænskur
Staða: Miðjumaður/Framherji
Núverandi klúbbur: NAC Breda
Fyrri lið: Djurgården og Feyenord
Ég veit ekki alveg hvað er verðmiðinn á honum er því ég hef bara fengið hann einu sinni í seivi hjá mér og það var til Torino og þá fékk ég hann á bosman reglunni frá Feyenord. En eins og er þá spilar hann enn í Hollandi og nú með NAC Breda. Staðan sem ég lét hann spila í hjá Torino var sú að hann lá rétt fyrir aftan framherjana. Hann skoraði 5 mörk lagði upp 5 mörk og var einu sinni valinn maður leiksins. Hann verður ábyggilega enn betri á næstu leiktíð hjá mér því þá verður hann vonandi búinn að stimpla sig inn í ítalska boltann. Ég veit ekki hvernig hann er í CM4 og ég vil benda fólki á að kíkja á þennan leikmann, þið sjáið ekki eftir því að hafa keypt hann.
Takk fyrir mig
Kv. Geithafu