Leikmaður dagsins-Mikael Arteta(laugardagur) Þar sem ég gæti ekki haft mikinn tíma á morgun ætla ég að gera leikmannaumfjöllun dagsins núna í dag. Minni enn og aftur á að senda mér hugmyndir að leikmanni dagsins og vil þakka þeim sem komu með áskorun um að skrifa um Arteta. Það voru litlar sem engar upplýsingar um hann á netinu og eina sem ég fann var á official síðu Rangers og ég þurfti að skrá mig og eitthvað rugl en þetta reddaðist.

Mikael Arteta

Fæðingardagur:26/03/82
Hæð:176 cm
Þyngd:69 kg
Fyrri lið:Barcelona, PSG
Uppáhaldslið:Barcelona
Ferill:(bætti inn því það voru svo fáar upplýsingar, vonandi kemur þetta vel út.
Club Season Comp. Apps
(as sub) Goals
Rangers 2002 - 03 League 27 (1) 4
FA Cup 3 (0) 1
League Cup 4 (0) 0
Euro Cups 1 (0) 0
PSG 2001 - 02 League 25 (0) 1
Euro Cups 5 (1) 1
PSG 2000 - 01 League 6 (1) 1
Euro Cups 4 (0) 0

Þessi 21 árs leikmaður byrjar í Rangers og er oftast með minium fee uppá 3-5 m. Það er eiginlega bara rán miðað við hvað þetta er góður leikmaður. Hann spilar á miðri miðjunni(M C) og er fljótur að vekja athygli stóru liðanna og ef maður er ekki nógu snöggur að bjóða í hann er hann strax farinn. Hann er með mjög góðar sendingar og aukaspyrnur og ætti að komast inná miðjuna hjá flestum liðunum í leiknum. Ég hef tvívegis keypt þennan snilling og er það synd að ég hafi ekki gert það oftar, í eitt skiptið til Barca og hitt Liverpool(CM4 eins og allir leikmennirnir sem ég skrifa um) og stóðu þeir sig með prýði þar.

Hann leggur upp mörk hægri vinstri í góðu liði og verður fljótt metin hærra í verði ef hann stendur sig vel(var 14.5 hjá Barca í mínum leik). Hann stendur sig vel í Ensku og Spænsku en honum hefur ekki verið að ganga nógu vel í Ítölsku allavega ekki hjá öðrum liðum af því sem ég hef séð, en kanski er það bara ég. Vildi að ég hefði meira um þennan snilling að segja en svo er því miður ekki, svo ég þakka lesturinn, og endilega lesið gömlu greinarnar mínar ef þið hafið ekki gert það enn, og commentið á þær, og svo lesið þið að sjálfsögðu sunnudagsgreinina mína þegar þar að kemur.

Kv,

Massimo