Philippe Mexes
Fæðingardagur:30 mars 1982
Fæðingarstaður:Toulouse
Félag:Auxerre
Hæð:187 cm
Þyngd 81 kg
Þjóðerni:Franskur
Staða:Varnarmaður(miðvörður)
Heimasíða:www.philippemexes.com
Þessi franski miðvörður byrjar í Auxerre í byrjun leiks og er með klásúlu í samningi sínum um að ef eitthvað lið bjóði 6m punda í hann megi hann fara. Það er mjög gott að kaupa hann til flestra liða en hann vill oftast bara fara til liða sem eru í betri kantinum í efstu deild. Ég kaupi hann nánast alltaf þegar ég á pening til og hefur hann nánast alltaf reynst mér vel. Mæli með því ef þið eigið pening að kaupa einnig tvo aðra liðsfélaga hans í Auxerre, Kapo og Cissé.
Ég keypti hann til Barcelona eitt sinn og eftir tímabilið hafði ég unnið deildina og hann var í hjarta varnarinnar með Marquez og var metinn á 12.5m eftir tímabilið og einnig orðinn fastamaður í franska landsliðinu. Hann hefur leikið með Auxerre allan sinn feril en þrátt fyrir það er hans uppáhaldsfélag Toulouse í heimabæ hans. Hann hefur lengi verið orðaður við Arsenal, Man Utd og Liverpool sem og mörg önnur stærstu lið Evrópu. Það eru oftast ekki mörg lið á eftir honum í byrjun leiks en það breytist þegar líða tekur á leikinn. Endilega tjekkið á honum ef þið hafið ekki gert það enn, klassaleikmaður.
kv,
Massimo
PS: Ef þið hafið hugmyndir leikmann til að skrifa um sendið mér þá skilaboð á huga og ég skal reyna að skrifa um hann.