Hér koma smá upplýsingar um leikmanninn:
Fæddur: 26. maí 1977.
Hæð: 185 cm.
Þyngd: 78 kg
Staða: “Striker”
Þjóðerni: Ítalskur
Lið í raunveruleikanum: Palermo
Lið í leiknum: Brescia
Númer: 9
Eins og stendur hér fyrir ofan spilar Luca Toni með Brescia í leiknum og er þá með klásúlu í samningum sínum sem segir að ef Brescia fellur þá fær maður hann alltaf einhversstaðar á bilinu 3-4 milljónir og það er svo sannarlega þess virði.
Maður getur notað Toni með öllum liðum í hvaða deild sem er því hann stendur sig alltaf vel sem er mjög góður kostur því sumir leikmenn standa sig bara vel í neðri deildum en ekki eins vel í þeim efri.
Þessa stundina er ég með save með Bologna og fékk ég hann á 2. leiktíð á 3 milljónir punda og hefur hann brillerað síðan, hann spilaði 33 leiki, skoraði 23 mörk, var með 15 assist og endaði með 7,83 í m.eink og þess má einnig geta að hann er núna metinn á 10 milljónir.
Ég mæli með þessum frábæra leikmanni fyrir alla og get ég lofað því að hann stendur alltaf fyrir sínu.
Ég spila CM 01/02.
Takk fyrir og vonandi geti þið notað þennan mann í framtíðinni!
ViktorXZ