Mig langar til þess að segja ykkur frá tveim leikmönnum sem ég keypti til Torino. Þið vitið ábyggilega hverjir þetta eru en þessir leikmenn eru góðir og þeir standa fyrir sínu. Nú sá fyrsti er grískur fæddur 17. janúar 1985 og byrjar 16 ára í leiknum hjá liðinu Ethnikos Asteras, lið í 2. deildinni í Grikklandi. Jæja nú er komið að því að kynna manninn. Hann heitir Alexandros Papadopoulus. Þið kannist eflaust við hann og þeir sem hafa reynslu af honum endilega segið frá. Hann er falur fyrir svona 700k-1,5 millur. Ég fékk hann reyndar fyrir 1,9 þar sem ég var í baráttu við Olympiakos. Það fór svo þannig að hann kom til Torino 3.10.02. Hann spilaði svo mikið sem 40 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 39 mörk. Hann lagði upp 8 mörk og var valinn 11 sinnum maður leiksins. Ekki var meðaleinkunnin af verra taginu en hún var 8,20 yfir leiktíðina. Hann stóð sig heldur betur vel í deildinni og spilaði þar 28 leiki og skoraði þar 29 mörk. Lagði upp 5 mörk og var valinn 9 sinnum maður leiksins. Ég mæli eindregið með þessum leikmanni og þið sem kaupið hann þið munið ekki sjá eftir honum. Hann spilar stöðu framherja.
Næsti maður er íslenskur fæddur 16. nóvember 1977 og byrjar 24 ára gamall og spilar með Aftureldingu í byrjun leiksins. Hann er falur fyrir svona 500-700k en ég fékk hann á bosman á fyrstu leiktíð minni hjá Torino. Hann heitir Þorvaldur Már J. Guðmundsson og spilar stöðu sókndjarfs miðjumanns. Á fyrstu leiktíðinni spilaði hann 11 leiki skoraði 3 mörk og lagði upp 5. Því miður var hann aldrei valinn maður leiksins. Hann endaði með einkunina 7,55. Á leiktíðinni sem ég var að klára þá spilaði hann 47 leiki skoraði 9 mörk lagði upp 10 og var einu sinni valinn maður leiksins. Hann endaði með einkunina 7,11. Hann var ekki alveg að standa sig en ég hef séð hann í liðum þar sem hann er alveg magnaður en hann er góður fyrir svona meðallið.
Ég tek það fram að ég spila CM 01/02 með patch 3.9.68.
Takk fyrir mig
kv. Geithafu