Nú ætla ég að brjóta ísinn með einni grein um spænska leikmanninn José Antonio Reyes. Hann byrjar með liðinu Sevilla á Spáni og spilar hann stöðu sóknarmanns. Hann er mjög marksækinn og á hann það til að salla inn mörkum. Hann er fæddur 1983 og byrjar 18 ára gamall í leiknum. Reynsla mín af þessum leikmanni er mjög góð og er hægt að fá hann fyrir smotterí ef að Sevilla falla, hann er nefnilega með klásúlu í samningnum sínum um að það sé hægt að bjóða ákveðna upphæð í hann og þá getur félagið ekki neitað. En ég keypti hann til Blackburn á 2 leiktíð og hefur hann alveg farið á kostum. Hann var keyptur fyrir litlar 1,6 milljónir punda og hann hefur alveg staðið undir þeim pening. Á sínu fyrsta tímabili sem hann spilaði fyrir Blackburn skoraði hann 21 mark, lagði upp 9 mörk og var 6 sinnum valinn maður leiksins. Hann endaði með einkunina 8,04 í lok leiktíðar. Hann var valinn einu sinni leikmaður mánaðarins og tvisvar sinnum besti “unglingurin” og það tvisvar í röð. Ekki er allt búið enn því hann sankaði að sér verðlaunum og var valinn í úrvalsliðið leiktíðina 02/03 og var svo valinn English premier division young player of the year.
En á síðustu leiktíð lét hann ekki deigan síga heldur hélt ótrauður áfram. Hann skoraði 20 mörk, lagði upp 8 mörk og var 5 sinnum valinn maður leiksins. Hann lauk síðan tímabilinu með einkunina 7,78. Hann var svo valinn fimm sinnum besti “unglingurinn” í deildinni og var svo valinn English premier divison young player of the year og það annað árið í röð.
Ég tek það fram að ég spila CM 01/02 með patch en ég mæli sérlega með þessum leikmanni. Hann er mjög góður og innan fárra ára á hann eftir að blómstra hjá ykkur.
Takk fyrir mig og ég vona að ykkur hafi fundist frumburður minn á leikmannakubbnum verið sæmileg lesning.
Kv. Geithafu