Komst með Val í riðlakeppni CL á 2. tímabili og fékk Inter, PSG og Anderlecht. Ég tapaði báðum leikjunum gegn Inter, gerði jafntefli við PSG heima og tapaði svo seinni leiknum. Ég tapaði 2 - 1 fyrir Anderlecht á útivelli. Í seinustu umferðinni þá var ég með 1 stig, Anderlecht 4 og hin 2 búin að tryggja sér farseðil í 16 liða úrslit. Markmiðið var aldrei að ná svona langt en ég gerði Inter erfitt fyrir á heimavelli og náði í stig gegn PSG á heimavelli, þannig að ég sá tækifæri á að stela 3. sætinu af Anderlecht og fara í Europa League. Svona fór leikurinn, gat varla verið meira ánægður. Búinn að moka inn pening á því að fara í CL, er kominn með professional status, búinn að bæta training og youth facilities og er að skoða fullt af flottum leikmönnum til að styrkja hópinn.
Nennti ekki að koma með framhald af hinni greininni en ég fékk OM í Europa league og ég sé ekki fram á að komast neitt lengra en það, svo styttist í að lengjubikarinn byrji hjá mér og nýtt tímabil að hefjast.