Er að spila '08.
Lánsmenn úr úrvalsdeild eru alveg málið svona í byrjun, Guðmundur Reynir Gunnarsson GAIS-maður, þáverandi KR-ingur reyndist mér vel á fyrsta tímabili. Svo er ágætt að vera vakandi fyrir góðum bitum í amateur liðunum í neðri deildum (Njarðvík, Haukar, Grótta t.d.), Amir Mehica stóð í markinu hjá mér fyrstu tímabilin með stakri prýði.
Svo að byrja tímanlega að skoða og scouta þá sem eru að losna um haustið, sérstaklega ef þú nærð úrvalsdeildarsæti. Ég hef verið svo heppinn að það hafa verið óvænt föll í gangi sem ég hef getað raidað og náð í menn sem ekki vilja semja því þeir vilja spila í Úrvalsdeild (Magnús Páll Gunnarsson frá Breiðabliki 2007 og nærri búinn að ná í Prince Rajcomar í leiðinni, en Lilleström komu á síðustu stundu með boð, Allan Dyring frá Fylki 2008, Skúli Jón Friðgeirsson og Eggert Rafn Einarsson frá KR 2009).
Fyrsta tímabilið er strembið fjárhagslega, en svo verður allt mikið auðveldara, launabudgettið fjórfaldaðist hjá mér.. Gæti alveg trúað því að það tvöfaldist jafnvel þótt þú náir ekki 2.sæti..