Rétt er það, af hverju að vera eitthvað að pæla í því hvorum megin maður skorar?.. Ég lenti nú í því um daginn, var að keppa á héraðsmóti í fótbolta í Norðurþingi þegar miðjumaður liðsins sem ég var að keppa á móti heldur að hann sé rosalega góður búinn að komast framhjá 5 varnarmönnum og skýtur en það er varið, og þá kemst hann að því að hann var að sækja á sitt eigið mark, hann skyldi ekkert í því að það væri enginn sem stoppaði hann í vörninni, vegna þess að hann hefur aldrei verið þekktur fyrir fótboltagetu.