Ég kom Hartlepool upp úr League one á fyrsta tímabili og kom óvart á öðru tímabili með því að komast í umspil eftir að hafa lent í 6. sæti. Ég vann Southampton samtals 4-3 í fyrri umspilsleiknum og lenti á móti Sheffield United eins og sést á myndinni. Ég kemst yfir en þeir jafna og fer leikurinn í framlengingu. Svo á síðustu mínútu framlengingarinnar meiðist hinn ungi Tommi Vaiho sem er markmaðurinn minn og ég búin með skiptingarnar. Nik Besagno fer í markið og heldur hreinu þessa mínútu sem eftir lifði leiksins. Í vító skora ég úr fyrstu tvem spyrnunum og Besagno gerir sér lítið fyrir og ver eina spyrnu, en í framhaldinu tapa ég vítaspyrnukeppninni og keppi sem sagt annað ár í Championsship deildinni.
Frekar svekkjandi að tapa í umspili :(