Ég hef oft heyrt talað um að það sé svindl að velja sér landslið í byrjun leiks. Ég skil ósköp vel að það sé best að “vinna fyrir því með því að fá starfið í gegnum umsókn” en hvort er meiri heiður að fá að stjórna landsliði Senegal eða Íslands í byrjun leiks, eða að verða knattspyrnustjóri Real Madrid eða Liverpool?

Þegar ég byrjaði að spila þennan leik, þá var HM 2002 að byrja. Eini möguleikinn til að spila í þeirri keppni var að velja strax landslið í gegnum krókaleið, því venjulega er enginn stjóri rekinn fyrr en eftir keppnina. Það er að vísu hægt að verða landliðsstjóri eftir hana ef maður stendur sig vel en þá er maður búin að missa af keppninni og það er örugglega ekki jafn gaman að vera t.d Frakkland eða Argentína þegar Zidane er 30-og eitthvað og Batistuta gamalmenni. Þannig að ég segji: Svindl eða ekki svindl? EKKI SVINDL. <br><br>Því meira sem maður lærir, því minna veit maður
-Sókrates
Því meira sem maður lærir, því minna veit maður