Það var í gærkvöldi að ég var að fara í CM01-02. Var ég með hugann við eitthvað annað og í stað þess að ýta á load game ýtti ég á delite game og OK og henti þessu save-i úr tölvunni. Þá leit ég á skjáinn en vissi hvað svarið var, þetta save kemur ekki aftur það er ekki lengur til á harða disknum.
Mikið djöfull varð ég svektur. Þetta var fyrsta save-ið í CM 01-02 og þó ég hafi gert nokkur ný, þá hef ég alltaf verið mest í þessu og síðast þegar ég gáði var ég búinn að eyða 13 dögum og 17 klst. af minni ævi í þetta save. Það var í fyrradag. Kannski frekar mikið þegar maður hugsar til þess að þetta eru nánast tvær vikur.
Þetta var t.d. save-ið með Scott James sem ég skrifaði grein um ekki alls fyrir löngu.
En ljósið í myrkrinu er að CM4 er væntanlegur og ætli ég einbeiti mér ekki að náminu þangað til að hann kemur því að ég er hræddur um að það fari mikill tími í að spila CM4 og aðeins minni tími í námið.
Þess má geta að ég sendi þetta inn sem kork ekki sem grein sem var send á kork og bið ég ykkur að afsaka lengdina á korkinum sem og stafsetningarvillur þær er kunna að leynast.