Er ég ráfaði um alvefinn ákvað ég að smella mér á huga.is og kíkja á hvað væri boðlegt á þessari ágætu síðu. Ég smellti á linkinn sem átti við CM og þar sem ég reyndi nú að skoða sem flestar greinarnar tók ég eftir því að flestir á þessari síðu eru að monta sig af einhverjum sigrum í úrvalsdeildum evrópulanda. Þar sem ég er nú nýgræðlingur í þessu veit ég ekki hvort þetta er alfarið svona en hvað um það. Mig langar að koma á framfæri að menn ættu nú að gefa sér tíma í þetta og reyna að byggja upp sitt lið frá grunni og hvar er betra að byrja en í 3.deild eða utandeild (á við ensku) og taka bara við einhverju liði og byggja það upp. Ég mæli með liði sem kallast Rushden&Diamonds (3.deild) fyrir byrjendur en það lið á talsvert af peningum en fyrir þá allra hörðustu er gott að taka við Hull (utandeild) eða einhveju álíka því þar byrjar maður algjörlega frá grunni. Reynið þið svo að koma því upp í úrvalsdeild og evrópukeppni…, þegar þið eruð búnir að því getið þið montað ykkur á alvefnum.

Kveð að sinni.