Ég ákvað að skrifa þessa grein vegna greinar wbdaz og vona að fleiri geri slíkt hið sama.
Ég spila CM í törnum og þegar það eru tarnir þá er tölvan í cm 7 klst. á sólarhring en ég stend nú oft upp til að teygja úr mér.
Ástæðan er að sjálfsögðu áhuginn á fótbolta og það að takast hið ómögulega. T.d. að koma Conference liðum í Úrvalsdeild og Evrópukeppni.
Oft hefur maður verið gráti næst af annaðhvort gleði eða sorg og oftar en ekki látið höggin dynja á ósanngjarnri tölvunni.
Þetta er leikur tilfinninga og heilabrota og kemst næst raunveruleikanum af öllum tölvuleikjum.
Ég vorkenni þeim sem segja að CM sé drasl, ef ykkur finnst það eruð þið annaðhvort:
1. Hafið ekki áhuga á fótbolta
2. Ráðið ekki við “logic-ina” í leiknum
3. Kunnið ekki á tölvur
CM er líka orðinn heimur út af fyrir sig eins og sjá má á þessu áhugamáli og öðrum síðum.
Ef þú hefur cm inná tölvunni þinni leiðist þér aldrei.