Ég er í drullumiklum vandræðum. Málið er að ég er að spila með Cardiff City og er búinn að vera með liðið í PRM. í 1 season og náði 4.sæti þar (var að byrja á seasoni 04-05). Ég er varla búinn að fá neinn pening til að eyða leikmenn í leikmenn sama hvað ég bið.
Peningastatusinn var búinn að vera Insecure í smá tíma og svo verður liðið allt í einu gjaldþrota…
Þetta er í fyrsta skiptii sem svona gerist fyrir mig og ég veit ekkert hvað ég á að gera til að laga þetta. Allan minn ferill sem manager hjá Cardiff er ég búinn að eyða 7millum í leikmenn en selja samtals fyrir 17mil. (+ allt sem ég fékk fyrir sjónvarpsáhorf)og sammt er ég að verða gjaldþrota.
Ef að ég skil þetta allt rétt þá skuldarliðið mitt marga tugi milljóna (einhvað rétt undir 100mil.) og þó að ég seldi alla leikmennina mína á því verði sem að þeir eru metnir á (bordið bannar mér að breyta verðlaginu á þeim) þá nær það sammt ekki til að borga upp skuldirnar.
Ég er farinn að halda að ég eigi ekki eftir að geta keypt neina fleiri leikmenn það sem eftir er.
Spurningin mín er, á ég að gefast upp með þetta save eða reyna að halda einhvað áfram og halda í vonina að mér takist einhvertíman að borga þetta???
Allur peningur sem ég fæ fer beint í að borga skuldir…