Mig langar að spurja um nokkra hluti. Núna er ég búinn að kaupa leikinn og installa editornum.
Ég er með kveikt á Steam og það á að vera nóg til að ég fái sjálfkrafa update þannig að ég sé með nýjast patchinn.
Er online á því þannig að það er allt eins og það á að vera en þegar ég fer í Preferences þá stendur Football Manager version 12.1.1 uppi í hægra horninu.
En þar fyrir neðan stendur version 1.0 og ég get ekki valið neitt til að breyta því.
Ég prófaði að búa til nýtt save og þar var t.d. Cahill ekki kominn í Chelsea.
En eins og ég segi þá er ég með Steam þannig að það allt patcdæmið ætti að koma sjálfkrafa. Er kannski ekki komið nýtt patch fyrir janúargluggann? Finnst það bara pínu skrýtið því það er náttla langt síðan hann lokaði.
En mig langaði bara að vita ef ég bý til save núna hvort það sé ekki bara örugglega með öllum þessu patch dæmi með því ég enni ekki að vera kominn á 3. tímabil eða eitthvað og þá kemur eitthvað bögg í ljós og ég þarf að byrja uppá nýtt.
Þannig er það ekki alveg örugglega rétt hjá mér að þegar ég er búinn að installa leiknum og editornum og er með kveikt á Steam þannig að þegar ég opna Football Manager þá eiga öll update að koma sjálfkrafa inn og ég get bara farið í editorinn og breytt einhverju þar og svo seiva ég bara og byrja nýtt save og þá eru þær breytingar sem ég gerði teknar í gildi með öllum nýju pötchunum?