Ég ákvað um daginn að það væri tími til kominn fyrir mig að prófa mig áfram með einhverju littlu Ítölsku liði eftir að vera búinn að spila þýsku og ensku deildina út í geng…
Fyrir valinu varð liðið Monza þeir áttu ágætis pening og góðan launastöðull og ég eyddi öllum mínum pening/launastaðli í leikmenn á leiktíðinni til að komast upp. Og viti menn ég slátraði deildinni og hin liðin sáu varla neitt af mér nema rikið og mér tókst líka að vinna Super Cup-inn eftir hörkuspennandi leik þar sem úrslitin réðust á loka mínútuni.
Fyrir allt þetta fékk ég nákvælega 0kr! Og fyrir sjónvarpsréttindinn í Sertía B fékk ég hvorki meira né minna en 0kr líka!!!!
Ég er drullu fúll að fá ekki skít á priki fyrir allt þetta erviði! Horfir virkilega enginn á Sería C eða B?!? Ég kláraði einu sinn þriðjudeild í Þýskudeildinn og ég fékk drullu mikinn pening fyrir það og sjónvarpsréttinin í 2.deild.
En spurningin mín er þessi er virkilega enginn peningur í Ítölsku neðri deildinn? Það eina sem heldur liðinu mínu saman eru allir lánsmennirnir mínir og ég hef varla neina breidd ég hef eitt gott lið og svo bara einhverja bólugrafna unglinga sem að geta ekki rassgat enn þá. Og ég get ekki signað neinn á Free-transfer vegna þess að flestir leikmennir mínir eru á svo hágum launum.
Öll mín plön byggðust á að fá einhver pening fyrir allt þetta, ég trúi því varla að það horfi fleiri á þýsku 3.deildina heldur en þá ítölsku…