Ég geri fastlega ráð fyrir því að það séu fleiri notendur en bara ég sem halda uppi þráð á öðrum síðum, t.d. FM-Base, Sortioutsi, og datt þessvegna í hug að það gæti verið gaman að safna saman öllum þráðunum sem aðrir notendur sem stunda /manager halda uppi.
Þessvegna hef ég ákveðið að taka út og breyta aðeins, MSK Zilina challenge-ið var ágætis hugmynd en tókst ekki alveg í framkvæmd, það getur vel verið að við reynum aftur að henda upp challengi, en það þyrfti þá að hugsa það aðeins betur og setja tímalimit á það, því annars verður það bara einsog þetta. Þessvegna hef ég ákveðið að taka út challenge kubbinn og setja inn í staðinn kubb þar sem við munum safna saman þráðum á öðrum síðum sem þið eruð með rúllandi update á ferilinn ykkar í FM.
Þetta er ósköp einfalt sendið mér link, annaðhvort í svari eða einkaskilaboðum, á þráðinn ykkar, og ekki væri verra ef þið mynduð líka gera svona, http://www.fm-base.co.uk/sig/ sem þið síðan updatið um leið og þið updatið þráðinn ykkar. Þá mun ég geta notað myndina sem link yfir á þráðinn ykkar.
Þetta þýðir samt alls ekki að þið eigið að hætta að senda inn greinar!