Vúhú, rant.
Byrjaði með Man Utd…hefur verið voðalega lítið challenge hingað til. Er nýbyrjaður á fjórða tímabili, hef unnið deildina öll tímabilin (tvisvar reyndar í seinustu umferð, einu sinni með rústi) og CL núna 2 ár í röð. Varð í öðru sæti í League Cup á fyrsta tímabili, en það er eina skiptið sem ég hef komist í bikarúrslit.
Ákvað að spæsa þetta aðeins upp eftir fyrsta tímabilið með því að yngja hópinn upp einsog ég gat og tímdi. Fékk Adler í markið fyrir annað tímabilið, hann er núna fjórði elsti leikmaðurinn í hópnum, 28 ára. Evra, Kuszczak og Fletcher eldri, og Valencia jafngamall. Svo koma Jesús Navas og Rooney, 27 ára. Restin er 25 ára eða yngri.
Af first team squad er ég til viðbótar við þá sem ég nefndi hér ofar ennþá með Hernandez (51 mark í 92 deildarleikjum, 38 mörk í 50 leikjum í bikar og continental, 47 landsleikir og 40 mörk, hefur verið besti framherjinn), Jonny Evans, Fabio, Rafael, Welbeck og Macheda.
Framlínan er það sem ég hef minnst fiktað í, fékk samt Suarez á fyrsta tímabili og hann komst aldrei í gang, nema hvað hann var sá eini sem stóð sig vel þegar ég notaði taktík sem krafðist AMR, hann var mjög góður þar, en stóð sig illa frammi, svo hann fór. Keypti Khouma Babacar fyrir þetta tímabil til að hafa úr fimm mönnum að velja, hann hefur gert 3 mörk í 4 leikjum hingað til, lítur vel út.
Ætli hópurinn sé ekki hvað oftast svona:
GK: Adler
DL: Evra/Fabio/Ansaldi
DC: Subotic/Kjær
DC: Evans/Kjær
DR: Rafael/Fabio/Ansaldi
ML: Bale/Özil/Hazard
MC: Hazard/Gylfi/Özil
MC: Fletcher/Rodwell/Aaron Ramsey
MR: Valencia/Navas/Giuliano
SC: Hernandez/Rooney/Welbeck
SC: Babacar/Rooney/Macheda
…eða eitthvað.
Á öðru tímabili tók ég til viðbótar við AFC Wimbledon til að hafa að einhverju að stefna. Tók við þeim eftir svona 15-20 leiki, þegar þeir voru í 19. sæti í Conference, og náði 13. sæti fyrsta tímabilið. Á næsta tímabili náði ég öðru sæti og vann svo umspilið og komst upp, og eftir 7 leiki í D-deildinni er ég núna með 3 sigra, 3 jafntefli og eitt tap. Viðurkenni reyndar að hafa gefið þeim smáfjárstyrk frá United, en þeir voru líka á barmi gjaldþrots þegar ég tók við þeim og ég nennti ekki að standa í því.