Nice! Flottur árangur og gaman að heyra af þessu.
En annars er ég að klára fyrsta tímabilið, er þegar búinn að vinna deildina þegar þrír leikir eru eftir, er með 102 stig og Peterborough eru með 88. Vann einnig Johnstone bikarinn og komst frekar stutt í FA Cup eða 3rd round þar og 2nd round í deildabikarnum.
Ég keypti enga leikmenn eins og ég sagði þér áður en byrjaði á að fá Fred Sears, David Edwards, Seamus Coleman og Jordan Spence á láni, Coleman og Spence eru einu byrjunarliðsmennirnir og hinir koma bara inná, Spence er með 7.15 í meðaleinkunn meðan Coleman er með 7.01. Síðan fór ég aftur eftir þínu ráði og fékk mér Bakambu á láni frá United og hann skoraði 10 mörk í 12 leikjum, verst að ég var bara með hann í þrjá mánuði þar sem ég er bara með einn framherja sem virðist skora.
Rickie Lambert og José Fonte eru áberandi bestu mennirnir í liðinu hjá mér, Lambert er með 23 mörk og 12 assists í 36 leikjum, Fonté er með 10 mörk í 35 leikjum og er með bestu meðaleinkunnina, er frekar vonsvikinn með Schneiderlin á þessu tímabili, búinn að skora 3 mörk og 7 assists í 43 leikjum og nær ekki 7 í meðaleinkunn, finnst það mjög mikil vonbrigði.
En annars er ég mjög sáttur með árangurinn og save-ið hingað til, en ég sé fram á það að ég þarf að kaupa lágmark 5-6 leikmenn í liðið ef ég ætla uppúr Championship deildinni.
Snilldar árangur, mjög svipað hjá mér, Peterborough einnig í öðru sæti en þeir unnu mig í úrslitum Johnstone Trophy 5-0… Fer ekki lengra út í það.
Leiðinlegt með Schneiderlin hjá þér því hann var með 16 assist þegar tímabilinu lauk, auk þess skoraði hann um 10 mörk.
Ég notaði Rickie Lambert furðulega lítið þrátt fyrir þessar fallegu tölur, Fabian Brandy eignaði sér striker stöðunna með þrennum og flugeldasýningum.
Fyndið að ég fékk mér einnig Coleman og Spence á láni á fyrsta sísoninu, voru fínir sem backup.
José Fonte var rugl góður hjá mér einnig og endaði tímabilið með 16 mörk! Allt úr hornum, er með stillt á far post og hann flaug eins og svanur að boltanum. Ég seldi hann svo vegna þess að ég fékk mér nokkra betri og vissi að ég mundi fá ágæta summu fyrir portúgalann.
Er núna byrjaður í Championship og hef unnið fyrstu tvo leikina, Bristol City 1-2 úti og Derby 1-0 heima. Ismael Bangouru með tvö mörk í tveimur leikjum, byrjar vel.
Vonandi finnur þú snarbilaða leikmenn, mæli með að fylgjast með Eið Smára og Pascal Chimbonda. Eiður fór að lokum frítt til Kilmanrock með 3000p á viku en hann vildi 30.000p hjá mér… En Chimbonda getur leikið bæði DR og DL svo hann er topp kaup, auk frír!
0