Er sérstaklega ánægður með tvennt, að það sé hægt að láta menn æfa sérstaklega eina “tölu” t.d. finishing.
Og líka að hægt sé að funda með stjórninni um að fara yfir transfer budget ef um lykilleikmann sem gæti breytt miklu fyrir liðið. Gerði þetta með Hugo Lloris. Fékk 17m og var búinn að eyða nánast öllu í Lukaku og Mexes en var búinn að selja líka og átti 8m eftir. Sá svo option þegar ég bauð í Lloris um að láta stjórnina sjá um félagsskiptin og fór á fund með þeim, og ítrekaði að ég vildi fá hann og þeir keyptu hann bara fyrir mig. Þeir misstu sig reyndar frekar mikið, eyddu 41m í hann og sömdu við hann um 100k á viku og 30k fyrir clean sheet. Er líka að meta nýju samningaviðræðurnar en erfiðir agentar geta verið illa pirrandi, biðjandi um 7-8m í signing on fee og svo nokkrar í eigin vasa líka. Finnst stundum vanta möguleikann á að spurja agentinn: “have u gone absolutely mental mate?”