Er ekki tilvalið að breyta þessu í almennan „Ég hata…" þráð?
Ég hata…
…FM 2008-2010. Athugið að það þýðir ekki að ég spili þá ekki af og til. Mér þykja þeir bara allir vera skref afturábak frá FM 2007.
…þegar 10+ aðalliðsleikmenn eru meiddir samtímis.
…Fáránleg mörk sem ég fæ á mig en skora aldrei sjálfur.
Eitt dæmi: Kantmaðurinn í hinu liðinu gefur fyrir. Sóknarmaðurinn þeirra nær að skalla boltann í einhverjum boga yfir markmanninn en í slánna. Boltinn fer þaðan á markmanninn og þaðan í varnarmann minn og þaðan í markið!
…Þegar leikmaður skorar fyrsta markið sitt á FERLINUM gegn mér. Sérstaklega pirrandi ef það er eitthvað gamalmenni að verki.
…Þegar ég nenni ekki að fara sjálfur á blaðamannafund og sendi aðstoðarstjórann og hann bullar einhverja steypu.
Eitt dæmi: Ég sendi aðstoðarmanninn á blaðamannafund fyrir mjög mikilvægan leik gegn Chelsea, ég var að stýra Arsenal. Aðspurður hvaða lið hann telji að verði meistari svarar hann Chelsea! Þetta getur víst haft jákvæð áhrif í einhverjum tilvikum en í þetta skiptið virtist það algjörlega rústa móralnum í liðinu og ég tapaði f****** leiknum - og í framhaldinu titlinum - 1-4 og það á heimavelli!