Þannig er mál með vexti að ég er að þjálfa Liverpool og árið er 2017. Ég tók eftir því fyrir HM 2018 að 6 af 11 byrjunarliðsmönnum Englands voru í liðinu mínu svo mitt markmið var að koma Englandi í 1. sæti í World Rankings og hafa 11 byrjunarliðsmenn Liverpool í liðinu.
Nú er ég með þýskan leikmann í liðinu sem heitir Toni Kroos og þekkja hann eflaust margir. Hann er ekkert minna en langbesti AMC leiksins með 34 mörk og 22 assist á þessu tímabili. Eins og allir vita þá er þýska landsliðið í þessum leik í einhverri kleinu og auðvitað hefur Kroos þá bara leikið með yngri landsliðinum, heila 5 leiki.
Hann ákveður árið 2016 að gerast enskur ríkisbubbi vegna þess að Þýskaland vill aldrei velja hann í landsliðið og hann taldi sig nægilega góðan fyrir enska landsliðið.
Núna er hann orðinn hálfur Englendingur en enska liðið valdi hann aldrei. Þá tók ég til örþrifaráða og sótti sjálfur um stöðuna hjá Englandi og fékk hana. Mér til mikillar óhamingju þá get ég ekki valið hann Kroos félaga minn í liðið þó hann sé hálfenskur og aldrei spilað fyrir aðallið Þýskalands!
Mín spurning er því hvernig í ósköpunum fæ ég hann í enska landsliðið? Það á ekki að þurfa meira en enskt ríkisfang og aldrei hafa leikið með aðalliði annars lands, ekki satt?
Það sem myndi fullkomna liðið mitt væri einmitt þessi leikmaður!