Þannig er mál með vexti að ég er Liverpool að keppa á móti Fiorentina í Euro Super Cup.
Eftir 90 mínútur er 1-1 og ég les mínum mönnum pistilinn og þeir launa mér með marki á 113. mínútu.
Leikurinn endar 2-1 og ég hrósa mínum mönnum fyrir að hafa unnið bikarinn. Ég ætla að vera hrikalega rogginn þegar ég mæti á blaðamannafundinn en þá kemst ég að því að ég tapaði 4-5 í vítaspyrnukeppni!?
Ég strunsa út í fússi og athuga hvernig stendur á þessu og þá er í Fixture list hjá mér líka eins og ég hafi tapað í vító. Samt vann ég leikinn áður en hann komst á það stig!
Hefur einhver lent í svona bulli?
