Ég er Liverpool og er kominn á 2016. Liverpool eiga náttúrulega engan pening og það sem ég hef gert er að ég borga engum meira en 100.000 pund á viku, nema þeim sem voru með þannig laun áður en ég tók við.
Svo neita ég að borga fáranlegar upphæðir fyrir leikmenn. Ef þeir vilja meira en 40 milljónir fyrir leikmann þá er það ekki þess virði!
Svo sel ég alla leikmenn, sama hverjir það eru, ef þeir eru annaðhvort komnir á aldur eða þá ekki búnir að standa sig í tvær leiktíðir. Seldi t.d. Ribéry á 17m þegar hann var 32 ára og það til Fulham :D
Þessi leikur er neflilega gallaður, finnst mér, á þann hátt að allir eru alltof dýrir, vilja alltof há laun og það er hægt að selja 30+ ára menn á fleiri tugi milljóna. Seldi Tevez 31 árs á 26 milljónir…
Ef ég myndi ekki gera þetta svona þá færi ég á hausinn strax! Áður en ég byrjaði á að gera þetta svona þá var ég í meira en 50m í mínus en er núna kominn uppí 148,1m í plús.
Búinn að kaupa fyrir 300m og selja fyrir 393m.