jú ég hef lent í þessu einu sinni. En eins og ég sagði þá er þetta að gerast fyrir fleiri. Þetta vandamál hefur komið nokkrum sinnum til tals í fm podcastinu þar sem Miles Jacobson (Sports Interactive studio director) segir að þeir séu að vinna í að laga þetta. Í seinasta þætti var ekki komin nein ákveðin lausn, en þegar hún kemur kemur patch til að laga þetta. Þetta virðist ekki koma fyrir alla og er því ekki beinlínis leikurinn sem er að klikka heldur tölvan hjá þeim sem eru að spila. Einhverjar hugmyndir eru á sveimi til þess að laga þetta. SI vill helst að fólk uppfæri drævera og jafnvel tölvurnar. Þetta virðist nefninlega helst koma fyrir þegar maður hefur fleiri deildir en eina og hleður inn leikmenn frá mörgum þjóðum. Aðrar hugmyndir á netinu til þess að forðast þetta er t.d að spila nokkra leiki í windowed, skipta svo í full screen og spila nokkra leiki. svo skipta aftur í windowed og svo framvegis. Einhverjir vilja helst spila í windowed með kross í hægri hönd þar sem full screen er synd. ;)
Í stuttu máli, SI vita af vandamálinu og eru að reyna að finna lausnir. EF SI finnur lausn kemur patch. Hugsanlega eru þetta tölvuvesen hjá ákveðnum einstaklingum og þá er lítið sem SI getur gert. :(