Er einhver munur á Taktík í 10,2 og 10,1?
Ég var að spila netleik með félaga mínum. Við byrjuðum að spila í 10,1 patchinum. Ég var Everton og hann Man City. Þegar við hættum að spila að þá var ég efstur í deildinni með 6 sigra eftir 6 leiki en hann var með 5 sigra eftir 6 leiki. Síðan byrjuðum við aftur að spila og þá vorum við að í 10,2 patchinum. Þegar við hættum að þá var ég efstur í deildinni með 37 stig eftir 14 leiki en hann var í 7 sæti með 23 stig eftir 14 leiki. Félagi minn var frekar ósáttur og vildi hann kenna nýja patchinum um slakan árangur og vill hann meina að leikkerfið sem hann notaði í þeim gamla virki ekki jafnvel og í þeim í nýja. Ég sjálfur hef ekki hugmynd um hvort að það sé rétt eða ekki en ég notaði nákvamlega sama leikkerfi og ég notaði í gamla patchinum 10,1. Ég vildi bara spurja hvort það sé einhver munur á patchinum sem hefur áhrif á taktíkina?