Eruði með einhverja góða hornspyrnutaktík þannig að maður nái að skora allavega nokkur mörk á mánuði? Eða eruði bara með gamla 6-yard box og challenge GK taktíkina?
Láttu réttfættan mann taka þær hægra megin og örvfættan vinstra megin svo að boltinn snúist út frá markinu. Láttu hann miða á stöngina fjær (far post) og láttu besta skalla manninnn þinn (miðherja) sækja á stöngina fjær (attack far post). Besti skallaframherjinn á svo að sækja á markvörðinn (challenge keeper). Ég mæli svo eindregið með því að láta sóknarsinnaðan/skapandi miðjumann á “lurk outside area”.
Ég held reyndar að það sé verra, þú vilt fá boltann inn í teig á útsnúningi (sveig frá markinu). Fylgstu alla vega með flugi boltans hjá þeim jafnfætta.
Ef þú ferð í position þá sérðu hvor fóturinn er sterkari, annar er kannski very strong og hinn strong og því stendur í profile að hann sé jafnfættur,þó hann taki frekar spyrnur með öðrum heldur en hinum
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..